Færslur: 2011 Desember
31.12.2011 11:20
Gleðilegt nýtt ár!
Héraðssamband Strandamanna óskar aðildarfélögum, iðkendum og íbúum öllum á Ströndum gleðilegs nýs árs með góðum þökkum fyrir liðnu árin.
Megi nýja árið færa með sér góð afrek, gleði og gæfu í hvívetna!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
07.12.2011 13:28
Góðir gestir á Ströndum
Afbragðs góð mæting var á námskeið í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sem haldið var á Hólmavík miðvikudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Námskeiðið var haldið í húsnæði Hólmadrangs og þangað mættu 12 manns víðs vegar af Ströndum. Einnig komu gestir úr Reykhólahreppi á námskeiðið.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Rúna H. Hilmarsdóttir, umsjónarmaður Felix. Óhætt er að segja að menn hafi orðið margs vísari, en Felix-kerfið býður upp á ótal möguleika sem félögin geta nýtt sér til utanumhalds og umsýslu.
Auk Rúnu mættu þær Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri einnig á Strandirnar til að heilsa upp á heimamenn.
Hólmadrangi eru færðar bestu þakkir fyrir aðstöðuna á námskeiðinu.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
07.12.2011 13:22
Góð þátttaka á fótboltamóti
Fín þátttaka var á Knattspyrnumóti Hólmadrangs og HSS sem fram fór þann 27. nóvember sl. Samtals komu um 65 krakkar úr 1.-8. bekk í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík og skemmtu sér hið besta. Keppendur innan vébanda HSS voru langflestir frá Umf. Geislanum Hólmavík. Allmargir keppendur komu frá UDN og USVH.
Rækjuvinnslan Hólmadrangur styrkti mótið veglega auk Vífilfells sem gaf drykki. Héraðssambandið bauð öllum keppendum upp á pizzuveislu eftir þátttöku og allir þáttakendur fengu verðlaunapening fyrir góða frammistöðu.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
- 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25