Færslur: 2012 Apríl

10.04.2012 13:05

Strandamenn gerðu góða hluti í Bláfjallagöngu

Sævar Birgisson og Sigríður Drífa Þórólfsdóttir með farandbikara fyrir bestan árangur í 20 km. göngu. Myndin er tekin af heimasíðu Skíðagöngufélagsins Ullar.

Félagar úr Skíðafélagi Strandamanna gerðu aldeilis góða ferð suður í gærdag, annan í páskum. Þá fór Bláfjallagangan 2012 fram í ágætu veðri og fínasta skíðafæri. Fram kemur á heimasíðu Skíðagöngufélagsins Ulli að 44 keppendur hófu gönguna og 41 lauk henni. 

Það voru þau Stefán Snær Ragnarsson, Halldór Víkingur Guðbrandsson, Númi Leó Rósmundsson, Sigríður Drífa Þórólfsdóttir, Birkir Þór Stefánsson, Ragnar Bragason og Rósmundur Númason sem kepptu fyrir hönd Skíðafélagsins á mótinu, en þau voru undantekningalítið í efstu sætum í sínum flokki og stóðu sig því frábærlega vel.

Sigríður Drífa fékk afhentan sérstakan farandbikar fyrir að ganga 20 km á skemmstum tíma, en hún rann skeiðið á 1:25:18.


04.04.2012 18:02

Arionbankamót í skíðagöngu á skírdag

Skíðamót Arion banka verður haldið á Þröskuldum skírdag 5. apríl og hefst mótið kl. 13:00. Gengið er með hefðbundinni aðferð. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:  

 

Stelpur 6 ára og y. 1 km       Strákar 6 ára og yngri 1 km

Stelpur 7-8 ára 1 km             Strákar 7-8 ára 1 km

Stelpur 9-10 ára 2 km           Strákar 9-10 ára 2 km

Stelpur 11-12 ára 2,5 km      Strákar 11-12 ára 2,5 km

Stelpur 13- 14 ára 3,5 km     Strákar 13-14 ára 5 km

Stelpur 15-16 ára 5 km         Strákar 15-16 ára 5 km

Konur 17-34 ára 7,5 km        Karlar 17-34 ára 15 km

Konur 35-49 ára 7,5 km        Karlar 35-49 ára 15 km

Konur 50-64 ára 7,5 km        Karlar 50-64 ára 15 km

Konur 65 ára og e. 2,5 km    Karlar 65 ára og e. 7,5 km

  

Allir þátttakendur í mótinu fá páskaegg frá Arionbanka. Þrír fyrstu í flokkum 16 ára og yngri fá verðlaunapening fyrir sæti og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Mótið er öllum opið.

 

Fréttin er tekin af vefsíðu Skíðafélags Strandamanna.

04.04.2012 17:55

Aðalfundur Umf. Hörpu haldinn mánudaginn 9. apríl

Aðalfundur Umf. Hörpu verður haldinn í skólahúsinu á Borðeyri mánudaginn 9. apríl kl. 14:00.

 

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf:

 

1. Skýrsla stjórnar

 

2. Reikningar félagsins

 

3. Ársþing HSS 2012

 

4. Kosning nýrrar stjórnar

 

5. Önnur mál

 

Vonumst við til að sem flestir láti sjá sig og taki þátt.

 

Stjórnin

04.04.2012 17:45

Aðalfundur Leifs Heppna á skírdag

Aðalfundur Ungmennafélagsins Leifs heppna verður haldinn fimmtudaginn 5. apríl (skírdag) kl. 14:00 í félagsheimilinu Árnesi.


1. Starf síðasta árs

2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar

3. Ákvörðun félagsgjalds næsta árs

4. Sundlaugin

 - Umsjón með sundlaug sumarið 2012

 - Ákvörðun sundgjalds næsta árs

 - Framkvæmdir fyrir sumarið

5. Kosningar

6. Önnur mál.

- Framtíðarsýn

 
ALLIR VELKOMNIR!


Stjórn LH

02.04.2012 09:28

Opið á skráningu á Landsmót 50 ára og eldri

Jæja, Strandamenn!

Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 + sem haldið verður í Mosfellsbæ helgina 8. - 10. júní. Það er um að gera fyrir alla að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi keppenda verður takmarkaður í ákveðnum greinum.

Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup ( Álafosshlaup, 7 tindahlaup) badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar, golf, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki.

Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3.500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ.

Skráningarformið er sáraeinfalt - það má nálgast með því að smella hér.  
Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36