Færslur: 2012 Maí

07.05.2012 00:08

Billi og Dalli héraðsmeistarar í bridds

Sigurvegararnir - ljósm. Jón Jónsson

Þriðjudaginn 1. maí fór fram Héraðsmót í tvímenningi í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík. Briddsfélag Hólmavíkur sá um framkvæmd og utanumhald mótsins fyrir HSS og Umf. Leifur heppni í Árneshreppi tók höfðinglega á móti þátttakendum sem voru 20 talsins með glæsilegu kaffihlaðborði að hætti hússins (og sveitarinnar).

Að lokum voru það þeir Björn H. Pálsson og Guðjón Dalkvist Gunnarsson - í daglegu tali nefndir Billi og Dalli - sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. Þar með eignaðist Reykhólasveit sinn fyrsta Strandameistara!

Í öðru sæti urðu Ingimundur Pálsson og Már Ólafsson og þar örskammt á eftir voru Vignir Örn Pálsson og Guðbrandur Björnsson.










Myndir frá Munda Páls - mundipals.123.is.
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248396
Samtals gestir: 27544
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 13:45:29