Færslur: 2012 Desember

28.12.2012 15:27

Flosamóti frestað

Flosamót í innahúsfótbolta sem átti að vera laugardaginn 29. des. hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Vegna slæms veðurútlits, skoðað verður með annan mótsdag þegar aðstæður skána, hugsanlega á Gamlársdag. 

19.12.2012 14:54

Flosamót í fótbolta þann 29. desember

Innanhúsmót í knattspyrnu verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 29. desember kl. 13:00. Þarna er um að ræða sjálfstætt mót á einskis vegum fyrir fullvaxna fótboltagarpa. Fjórir mega vera í hverju liði (sem sagt á vellinum, en liðin mega líka hafa varamenn til taks ef menn vilja). Leiktími verður ákveðinn þegar fyrir liggur hversu mörg lið skrá sig til leiks. 

Keppnisgjald er kr. 650 á mann, greitt í Íþróttamiðstöðinni. Hægt er að skrá sig á fésbókarsíðu mótsins - sjá hana hér - eða á staðnum. Keppendur eru hvattir til að láta vita af þátttöku sinni fyrirfram!

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25