Færslur: 2013 Febrúar
28.02.2013 08:40
Héraðsmót í badminton laugardaginn 9. mars
26.02.2013 10:30
Góð frammistaða á Ísafirði
25.02.2013 15:29
Nýr vefur Strandagöngunnar
Að sögn Ragnars Bragasonar hjá Skíðafélagi Strandamanna er í skoðun að búa til skemmtilega dagskrá á sunnudeginum eftir gönguna, nokkurs konar skíðaleika. Undirbúningur að því er þó á byrjunarstigi. Dagskrá sunnudagsins verður væntanlega auglýst betur eftir því sem nær dregur.
22.02.2013 12:00
Dagskrá skíðamóta komin á vefinn
19.02.2013 11:26
Góður árangur í Bláfjallagöngu
Strandamenn kepptu í Bláfjallagöngunni sem haldin var um síðustu helgi og stóðu sig með mikilli prýði. Af 56 keppendum komu 14 frá Ströndum.
Í 2 km. göngu varð Jón Haukur Vignisson annar og Stefán Þór og Árný Helga Birkisbörn urðu í 5.-6. sæti, en þau voru langyngstu keppendurnir á mótinu. Í 5. km. göngu fór Friðrik Heiðar Vignisson með sigur af hólmi og Halldór Víkingur Guðbrandsson varð í öðru sæti í karlaflokki. Branddís Ösp Ragnarsdóttir var langfyrst í 10 km. göngu kvenna og Númi Leó Rósmundsson var í 2. sæti í 10 km. göngu karla og Stefán Snær Ragnarsson í 4. sæti. Í 20 km. göngu kvenna varð Sigríður Drífa Þórólfsdóttir í öðru sæti. Ragnar Bragason og Birkir Þór Stefánsson gerðu það gott í 20 km. göngu 35-49 ára þar sem Ragnar varð í fyrsta sæti og Birkir í því þriðja. Vignir Örn Pálsson varð í níunda sæti af fjórtán keppendum. Í 20 km. göngu karla 50 ára og eldri var Rósmundur Númason í öðru sæti af 9 keppendum.
Góður árangur hjá Strandamönnum og nú er hægt að fara að hlakka til Strandagöngunnar sem fer fram þann 16. mars nk.
11.02.2013 10:13
Fundur í Borgarnesi.
ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA
niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt
íþróttastarf fyrir börn og ungmenni
Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.
Mánudaginn 11.febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarfjarðar og hefst fundurinn klukkan 20:00.
Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.
Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.
- 1