Færslur: 2013 Júlí
25.07.2013 22:14
Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði.
Stjórn HSS hvetur sem flesta til að taka þátt í ULM á Höfn um verslunarmannahelgina. Senn líður að því að ljúka þarf skráningu á mótið. Stjórn HSS hefur ákveðið að greiða allt keppnisgjald mótsins fyrir keppendur HSS. Sameiginleg grillveisla verður á tjaldsvæði HSS og USVH einsog venja er fyrir keppendur og gesti í boði Húnvetninga. Sendið skráningar á vp@internet.is eða hjá Vigni í síma 8983532.
17.07.2013 23:57
Skráningar á ULM á Höfn 2013.
Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, sund, strandblak og upplestur.
Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru í boði fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru. Foreldrum og fullorðnum mun ekki leiðast á Höfn en auk þess að fylgjast með íþróttakeppninni þá geta þau tekið þá í mörgum viðburðum.
15.07.2013 20:37
Góður árangur Strandamanna.
Mér datt í hug að benda ykkur á aldeilis frábæra frammistöðu Birkis í Tungu í Laugavegshlaupinu sl. laugardag, en Birkir var eini þátttakandinn af Vestfjarðakjálkanum ef marka má skráð póstnúmer þátttakenda. Birkir var að hlaupa Laugaveginn í fyrsta sinn, lauk hlaupinu á 6:11:50 klst. og hafnaði í 35. sæti af þeim 272 sem luku hlaupinu, en í 16. sæti af 81 í flokki 40-49 ára. Þessi árangur er í raun ótrúlegur miðað við að þetta var fyrsta hlaupið, undirbúningurinn takmarkaður og aðstæður ekki ákjósanlegar. Talsverð rigning var á meðan hlaupið fór fram, sérstaklega seinni partinn. Fremur svalt var í veðri og víða talsverður snjór á leiðinni.
Sjálfum gekk mér líka alveg skínandi vel. Þetta var annað Laugavegshlaupið mitt, en ég hljóp líka sumarið 2007, þ.e.a.s. árið sem ég varð fimmtugur. Þá lauk ég hlaupinu á 6:40:50 klst, en bætti þann tíma verulega núna, niður í 5:52:33 klst. Þetta dugði til að vinna yfirburðasigur í flokki 50-59 ára, en í þeim flokki voru samtals 38 hlauparar. Í heildina varð ég nr. 23.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi,
Stefán Gíslason
09.07.2013 21:05
Héraðsmót í frjálum.
HÉRAÐSMÓT HSS Í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM.
2013
Héraðsmót HSS verður haldið á Sævangsvelli laugardaginn 13. júlí n.k., hefst mótið kl: 13:00. Keppendur mæti stundvíslega. Keppendur skrá sig hjá forsvarsmönnum síns félags sem þeir verða að skila í s.l. á föstudagskvöld kl. 22 inná mótaforrit FRÍ. Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.is
Við kvetjum sem flesta til að mæta og vera með, og endilega takið sólina og góða skapið með.
Stjórnin.
02.07.2013 15:48
Skólahreysti-tæki vígð
01.07.2013 21:56
Kvöldmót UDN í frjálsum.
Ég vil láta ykkur vita að það er kvöldmót hjá okkur í Búðardal 2. júlí og 30. júlí. Strandamönnum er velkomið að taka þátt með okkur. En engin verðlaun eru veitt á mótinu. En gaman væri að fá þátttakendur frá ykkur á mótin, en þau eru að byrja um kl 18:30.
Rebekka Eiríksdóttir, UDN.
01.07.2013 14:20
Götuhlaup
Það er opið fyrir skráningu í 10km götuhlaupið á www.hlaup.is
Hlaupið er hluti af stigakeppninni á Landsmótinu svo það er um að gera að senda þáttakendur.
Það er ótakmarkaður þáttökufjöldi og hlaupið er opið öllum.
Sjá nánari upplýsingar http://www.hlaup.is/displayer.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=24355
- 1