Færslur: 2013 Október
28.10.2013 09:59
Samæfing 2. nóvember
SamVest-samæfing og mót í Laugardalshöll 2. nóvember 2013
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin
UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Æfingin
fer fram í Laugardalshöllinni,
Reykjavík, laugard. 2. nóvember 2013 frá
kl. 9.00 - 11.30.
Eftirfarandi
er ákveðið með æfinguna:
·
Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003)
og eldri
·
Áhersla er á eftirtaldar greinar: Stangarstökk,
spjótkast, millivegalengdahlaup, spretthlaup og boðhlaup, langstökk og hástökk
(Ath. að þessar áherslur geta breyst eftir því hvaða gestaþjálfara tekst að fá,
en breytingar verða auglýstar á facebook síðu hópsins)
·
Gestaþjálfarar verða:
o Hlynur Guðmundsson
yfirþjálfari Aftureldingar Mosf.bæ: umsjón m. æfingunni
o Einar Vilhjálmsson,
spjótkast og Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökk
+ 1 til 2 í viðbót (sjá tilkynningar um það inná Facebook-síðu SamVest)
·
Hressing/nesti á æfingunni í boði SamVest
·
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu
·
Eftir æfinguna býður Frjálsíþróttadeild
Ármanns hópnum að taka þátt í félagsmóti hjá þeim í Laugardalshöllinni frá kl.
12-14 (fyrir krakka í 5. til 8. bekk)
·
Stefnt er að því að borða saman eftir daginn,
einhverstaðar nálægt en sú máltíð er á kostnað þátttakenda
·
Við höfum fengið vilyrði fyrir gistingu í Ármannsheimilinu
á föstudeginum (í göngufæri frá Laugardalshöll) en það tekur um 30 manns. Þeir
sem vilja gista þar hafi samband við Hrönn í netfangið hronn@vesturland.is
Kæru iðkendur og
foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og
komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem
allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
15.10.2013 13:33
Styrkur frá Orkubúi Vestfjarða
11.10.2013 14:54
SamVest-samæfing á Akranesi 19. október 2013
SamVest-samæfing á Akranesi 19. október 2013
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin
UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Æfingin
fer fram í Akraneshöllinni, Jaðarsbökkum, laugardaginn 19. október nk. kl. 11.00 - 14.00.
Eftirfarandi
er ákveðið með æfinguna:
·
Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003)
og eldri
·
Áhersla er á eftirtaldar greinar: grindahlaup,
hástökk/þrístökk, kringlukast og kúluvarp. Sumt greinar sem margir eiga eftir
að prófa - enda munu þjálfararnir aðstoða okkar fólk við að stíga fyrstu
skrefin.
·
Þjálfarar á starfssvæðinu okkar sjá um
þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar:
o Eggert
Bogason, kastþjálfari úr FH
o Einar
Þór Einarsson þjálfari úr FH, sem leiðbeinir í grindahlaupi
o Hlynur
Guðmundsson, yfirþjálfari hjá Aftureldingu, sem sér um stökkæfingar
·
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu
·
Hressing á eftir - og sund fyrir þá sem það
vilja!
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega
fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og
komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem
allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
Október
2013
11.10.2013 11:11
Fréttir af Landsmóti UMFÍ á Selfossi.
HSS átti 9 keppendur á Landsmóti UMFÍ á Selfossi í sumar, Hadda Borg Björnsdóttir og Harpa Óskarsdóttir kepptu í frjálsum íþróttum, Harpa keppti einnig í stafsetningu. Björn Pálsson keppti í dráttarvélarakstri. HSS átti sveit í briddskeppni Landsmótsins, hana skipuðu Karl Þór Björnsson, Ingimundur Pálsson, Guðbrandur Björnsson, Vignir Örn Pálsson, Sigfinnur Snorrason og Össur Friðgeirsson. Vignir keppti einnig í starfshlaupi. HSS varð í 20 sæti með 17 stig í stigakeppni sambandsaðilanna.
Harpa Óskardóttir varð í 4 sæti í spjótkasti, Björn Pálsson varð í 2 sæti í dráttarvélarakstri, Vignir Pálsson varð 10 í starfshlaupi. Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu UMFÍ, umfi.is.
27. Landsmót UMFÍ - Dráttarvélaakstur
1. Jón Valgeir Geirsson Héraðssambandið Skarphéðinn 82,5 stig.
2. Björn H. Pálsson Héraðssamband Strandamanna 80,0 stig. (betri tími)
3. Sigmar Örn Aðalsteinsson Héraðssambandið Skarphéðinn 80,0 stig.
4. Björgvin Reynir Helgason Héraðssambandið Skarphéðinn 77,5 stig.
5. Leifur Bjarki Björnsson Héraðssambandið Skarphéðinn 75,0 stig.
6. Sveinn Hilmarsson Ungmennafélag Njarðvíkur 66,5 stig.
Gunnar Andrésson Ungmennasamband Skagafjarðar
Sigurður Elvar Viðarsson Ungmennasamband Eyjafjarðar
Þorsteinn Bergsson Ungmenna- og Íþróttasamband Austurland
Starfshlaup úrslit:
1. Silja Dögg Gunnarsdóttir UMFN 210 stig
2. Þórir Haraldsson HSK 202 stig
3. Arna Benný Harðardóttir HSÞ 198 stig
4. Gunnar Atli Fríðuson ÍBA 190 stig
5. Sonja Sif Jóhannsdóttir ÍBA 181 stig
6. Unnsteinn E. Jónsson ÍBA 179 stig
7. Valdimar Gunnarsson UMSK 174 stig
8. Bryndís Eva Óskarsdóttir HSK 174 stig
9. Sveinborg Daníelsdóttir UMSE 174 stig
10. Vignir Örn Pálsson HSS 171 stig
11. Guðrún Gísladóttir ÍBA 168 stig
12. Haraldur Einarsson HSK 164 stig
13. Birna Davíðsdóttir HSÞ 150 stig
14. Jónína Heiða Gunnlaugsdóttir UMSE 144 stig
15. Einar Hafliðason UMSE 136 stig
16. Guðmundur Smári Daníelsson UMSE 113 stig.
ÚU
Te Úrslit í briddskeppninni.
1 8 279 Keflavík - Íþrótta og ungmennafélag Jónsson - Jensen - Baldursson - Sigurðsson - Karlsson - Hermannsson
2 5 266 Íþróttabandalag Reykjavíkur Jónsson - Sveinsson - Eiríksson - Þorvaldsson
3 2 261 Héraðssamband Þingeyinga Frímannsson - Magnússon - Gíslason - Guðjónsson - Jónasson - Halldórsson
4 3 250 Héraðssamband Vestfirðinga Hinriksson - Ómarsson - Elíasson - Óskarsson - Halldórsson - Gunnarsson
5 7 246 Héraðssambandið Skarphéðinn -B Snorrason - Þórarinsson - Helgason - Helgason - Olgeirsson - Sigurðsson
6 14 230 Ungmennasamband Kjalanesþings Pálsson - Þórðarson - Jónsson - Halldórsson - Sigurðsson - Þórhallsson
7 4 224 Ungmennafélagið Vesturhlíð -B Hallgrímsson - Tryggvason - Bessason - Aðalsteinsson - Berg - Snorrason
13 224 Ungmennafélagið Vesturhlíð -A Gíslason - Steingrímsson - Svanbergsson - Kristinsson - Steingrímsson
9 6 218 Ungmennasamband Skagafjarðar Sigurbjörnsson - Jónsdóttir - Sigurbjörnsson - Sigurðsson - Snorrason
10 11 215 Ungmenna og Íþr.s. Austurlands Guðmundsson - Ásgrímsson - Sveinsson - Hauksson - Bergsson - Hjarðar
11 9 211 Ungmennafélag Njarðvíkur Hannesson - Kjartansson - Sigurðsson - Hannesson - Ingibjörnsson - Pálsdóttir - Ragnarsson
12 16 208 Ungmennasamband Eyjafjarðar Sigmundsson - Jónsson - Þorsteinsson - Sveinbjörnsson - Daníelsdóttir
13 10 199 Héraðssambandið Skarphéðinn -A Hartmannsson - Hartmannsson - Gestsson - Garðarsson - Þórðarson - Karlsson
14 1 185 Ungmennasambandið Úlfljótur Sigurjónsson - Björnsson - Björnsson - Guðmundsson
15 15 182 Héraðssamband Strandamanna Björnsson - Pálsson - Björnsson - Pálsson - Snorrason - Friðgeirsson
16 12 172 Íþróttabandalag Akureyrar Friðfinnsdóttir - Sigurjónsdóttir - Haraldsdóttir - Sveinsdóttir - Jónsson
Myndir frá Landsmótinu eru í myndaalbúmi.
11.10.2013 08:35
48. sambandsþing UMFÍ.
Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í formannskjör og stjórnarkjör á þinginu.
Tveir gefa kost á sér til formanns UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir HSK
Stefán Skafti Steinólfsson USK
Tólf gefa kost á sér til stjórnar UMFÍ:
Björg Jakobsdóttir UMSK
Bolli Gunnarsson HSK
Einar Kristján Jónsson UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV
Gunnar Gunnarsson UÍA
Haukur Valtýsson UFA
Helga Jóhannesdóttir UMSK
Hrönn Jónsdóttir UMSB
Inga Sigrún Atladóttir UMSE
Ragnheiður Högnadóttir USVS
Vignir Örn Pálsson HSS
Örn Guðnason HSK
Sjö gefa kost á sér til varastjórnar UMFÍ:
Baldur Daníelsson HSÞ
Einar Kristján Jónsson UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV
Gunnar Gunnarsson UÍA
Kristinn Óskar Grétuson HSK
Ragnheiður Högnadóttir USVS
Sigríður Etna Marinósdóttir HHF
- 1