Færslur: 2013 Desember
31.12.2013 17:38
Styrkur til umf. Geislans og umf. Hvöt.
Umf. Geislinn og umf. Hvöt fengu afhentann styrk frá Orkubúi vestfjarða í gær 30. Des. Styrkurinn er að upphæð 200.000kr. til kaupa á
frjálsíþróttaáhöldum. HSS fagnar þessum
styrk og vonast til að styrkurinn nýtist félögunum vel til uppbyggingar á
frjálsíþróttaaðstöðu á svæðinu. En fyrr
á þessu ári var úthlutað styrk úr sérsjóði HSS til Geislans í sama málefni,
uppbyggingu á frjálsíþróttaaðstöðu á Hólmavík.
Til hamingju Geislinn og Hvöt.
11.12.2013 14:27
Héraðsmót í frjálsum
09.12.2013 15:15
Héraðsmót í frjálsum íþróttum
Innanhúsmót í frjálsum verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sunnudaginn 15. desember. Mótið hefst kl. 11:00.
8 ára og yngri keppa langstökki og spretthlaupi (leikskólakrakkar eru velkomnir). 9-16 ára keppa í hástökki, langstökki, spretthlaupi og kúluvarpi.
Keppt verður í aldursflokkunum 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.
Þátttökugjald er kr. 1.200 á hvern keppanda.Hámarks verð á fjölskyldu er 4000 kr.
Þátttökuverðlaun verða fyrir yngri keppendur. Eldri keppa um sæti.
Danmerkurfarar munu selja veitingar á staðnum.
Þátttakendur og sjálfboðaliðar í tímatöku og mælingar skrái sig með því að senda skráningar á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
Skráningu lýkur fimmtudaginn 12. desember.
03.12.2013 11:03
Aðventumót Ármanns
Laugardaginn 7. desember n.k. heldur Ármann aðventumót sitt í frjálsum íþróttum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Keppt verður í flokkum 11 ára og yngri beggja kynja í 60. metra hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hlaupi. 12-16 ára og 17 ára og eldri keppa í sömu greinum auk 200 metra hlaups.
Skráning fer fram í mótaforriti FRÍ, opnað hefur verið fyrir mótið og tímaseðill er aðgengilegur sjá hér. Keppt er samkvæmt reglugerð um þyngd kúlu og svæði fyrir langstökk. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að gera breytingar á tímaseðli sé þörf á.
Skráningargjald er 1.000 krónur á einstakling sem greiðist inn á reikning 301-26-1150 kt. 491283-0339. Greiðslukvittun sendist á orvarol@gmail.com. Einnig er hægt að koma með seðla á mótsstað.
Ekki verða veitt verðlaun fyrir einstök sæti í flokkum en þeir sem ná eftirtektarverðum árangri verða heiðraðir.
- 1