Færslur: 2014 Janúar

07.01.2014 09:42

Unglingameistaramót Íslands

Unglingameistaramót Íslands, 15 - 22 ára, innanhúss
Laugardalshöll 11. og 12. janúar 2014
Frjálsíþróttadeild Ármanns býður til mótsins

Skráningar:
Skráning keppenda fer fram í mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skilað eigi síðar en á miðnætti
þriðjudaginn 7. janúar. Hægt er að skrá þar til sólarhring fyrir mótið (kl. 10:00 föstud.10.
jan.) gegn þreföldu skráningargjaldi skv. reglum FRÍ og sendist þá beiðni þar um á
skraning@frjalsar.is. Vinsamlegast athugið að skrá inn ársbesta árangur í
hlaupagreinum. Þeim keppendum sem eru ekki skráðir með árangur verður raðað í riðla
af handahófi.

Athugið að í tímaseðli er 60 m grindahlaup(úrslit) í 4 elstu flokkunum sett á mjög stuttan
tíma, er það gert miðað við keppenda fjölda í þessari grein á síðustu mótum. En
úrslitahlaupin fóru fram á þeim tíma sem undanrásir eru skráðar.

Keppnisstaður og tímaseðill:
Keppni fer fram í Laugardalshöll, laugardaginn 11. janúar, frá kl. 10.00 til um kl. 16:30
og sunnudaginn 12. janúar frá kl. 10.00 til um kl. 16:30.
Tímaseðill er kominn í mótaforritið, endanlegur tímaseðill verður gerður fimmtudaginn 9.
janúar.

Keppnisflokkar:
Keppnisgreinar og aldursflokkar eru skv. reglugerð FRÍ:
Fyrri dagur:
Stúlkur 15 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 15 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Stúlkur 16-17 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 16-17 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Stúlkur 18-19 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 18-19 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Stúlkur 20-22 ára: 60 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 3000 m hlaup,
langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 20-22 ára: 60 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 3000 m hl,
langstökk, hástökk, kúluvarp.
Seinni dagur:
Stúlkur 15 ára: 60m gr.hl., 200m hl., 1500m hl., 4x200m boðhl., þrístökk, stangarst.
Piltar 15 ára: 60m gr.hl., 200m hl., 1500m h, 4x200m boðhl., þrístökk, stangarst.
Stúlkur 16-17 ára: 60m gr.hlaup, 200m hlaup, 1500m hlaup, 4x200m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Piltar 16-17 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x200 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Stúlkur 18-19 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x200 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Piltar 18-19 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x200 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Stúlkur 20-22 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Piltar 20-22 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Unglingameistaramót Íslands 2013

Stigakeppni:
Skv. reglugerð FRÍ gildir eftirfarandi: "Stigakeppni á Unglingameistaramóti Íslands. Fer
þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 6 stig og koll af kolli þannig að 6. sæti fær 1
stig. Það félag sem stigahæst verður samanlagt í hverjum flokki hlýtur titilinn
Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum í sínum flokki."

Skráningargjald:
Skráningargjöld skv. núgildandi gjaldskrá FRÍ eru sem hér segir:
"Skráningargjald er kr. 1.500 á grein í flokki 18 ára og eldri. Skráningargjald vegna
boðhlaups er kr. 3.000 á hverja sveit."
"Gjöld vegna einstaklinga og boðhlaupa á mót fyrir 17 ára og yngri [...] eru kr. 750 á
einstakling og kr. 1.500 á boðhlaup."

Félagsbúningar og keppnisnúmer:
Keppendur skulu klæðast félagsbúningi sínum í mótinu og bera keppnisnúmer að framan,
nema í stangarstökki og hástökki er leyfilegt að hafa númerið á baki.

Verðlaun:
Fyrstu þrír í hverri einstaklingsgrein vinna til verðlauna. Stefnt er að verðlaunaafhendingu
fljótlega að lokinni keppni í hverri grein.

Frekari upplýsingar:
Freyr Ólafsson, freyr@frjalsar.is gsm: 663 8555

Skráningar og upplýngsingar fást hjá Esther tómstundafulltrúa á netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is

07.01.2014 09:14

Stórmót ÍR

                      18. STÓRMÓT ÍR

Laugardalshöll 25. og 26. janúar 2014

 

 

Helgina 25. - 26. janúar n.k.  verður 18. Stórmót ÍR haldið í Laugardalshöllinni. Stórmót ÍR hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins þó víðar væri leitað. Tímaseðilinn má finna á heimasíðu deildarinnar.  Nokkur breyting verður á fyrirkomulagi keppninnar, vonandi til bóta. Vinsamlega kynnið ykkur þær vel.


 

Nafnakall

Nafnakall verður í suðvestur hluta hússins (við kastbúr).

Tæknigreinar

Keppendur eða þjálfarar skulu vera búnir að láta vita af sér á nafnakallssvæði 30 mínútum fyrir grein.

Hlaup

Þjálfarar eiga að merkja við á listum þá hlaupara sem munu hlaupa eigi síðar en  60 mín  fyrir hlaup. Riðlar verða hengdir upp á nafnakallssvæði 20 mínútum fyrir hlaup.

 

Fyrirkomulag keppninnar

Hástökk

Verði stökkhópar fjölmennari en 24 keppendur verður skipt upp í tvo stökkhópa.

Byrjunarhæðir og hækkanir verða sem hér segir:

                             

Piltar      11 ára                    0,98m - 1,08m - 1,13m - 1,18m - 1,23m - 1,28m - 1,31m - 1,34m - 1,37m - 1,40m

Stúlkur   11 ára                    0,98m - 1,08m - 1,13m - 1,18m - 1,23m - 1,28m - 1,31m - 1,34m - 1,37m - 1,40m

Piltar      12 ára                    1,03m - 1,10m - 1,17m - 1,22m - 1,27m - 1,32m - 1,37m - 1,40m - 1,43m - 1,45m

Stúlkur   12 ára                    1,03m - 1,10m - 1,17m - 1,22m - 1,27m - 1,32m - 1,37m - 1,40m - 1,43m - 1,45m

Stúlkur   13 ára                    1,10m - 1,17m - 1,24m - 1,29m - 1,34m - 1,39m - 1,44m - 1,47m - 1,50m - 1,53m

Piltar      13 ára                    1,10m - 1,17m - 1,24m - 1,29m - 1,34m - 1,39m - 1,44m - 1,47m - 1,50m - 1,53m

Stúlkur   14 ára                    1,15m - 1,22m - 1,29m - 1,34m - 1,39m - 1,44m - 1,47m - 1,50m - 1,53m - 1,56m

Piltar      14 ára                    1,25m - 1,32m - 1,39m - 1,44m - 1,49m - 1,54m - 1,59m - 1,62m - 1,65m - 1,68m

Stúlkur   15 ára                    1,27m - 1,35m - 1,42m - 1,47m - 1,52m - 1,55m - 1,58m - 1,61m - 1,64m - 1,67m

Piltar      15 ára                    1,35m - 1,43m - 1,50m - 1,57m - 1,62m - 1,67m - 1,72m - 1,75m - 1,78m - 1,81m

Stúlkur   16 - 17 ára           1,35m - 1,42m - 1,49m - 1,54m - 1,59m - 1,62m - 1,65m - 1,68m - 1,71m - 1,74m

Piltar      16 - 17 ára           1,45m - 1,52m - 1,59m - 1,64m - 1,69m - 1,74m - 1,77m - 1,80m - 1,83m - 1,86m

Konur     18 ára og eldri     1,40m - 1,50m - 1,57m - 1,62m - 1,65m - 1,68m - 1,71m - 1,74m - 1,77m - 1,80m

Karlar     18 ára og eldri     1,60m - 1,70m - 1,77m - 1,82m - 1,87m - 1,92m - 1,95m - 1,98m - 2,01m - 2,04m

 

Kúluvarp

Í kúluvarpi 11 ára verður fyrirkomulagið þannig að allir fá þrjár tilraunir. Hver keppandi kastar þrisvar í röð og aðeins lengsta kast er mælt.

Flokkar 12, 13 og 14 ára - þrjár tilraunir á hvern keppanda - hefðbundið fyrirkomulag, öll gild köst mæld.

Flokkar 15 ára og eldri - þrjár tilraunir á hvern keppanda og 8 bestu fara áfram í úrslit og fá þrjú köst í úrslitum -hefðbundið fyrirkomulag í úrslitum

 

Hlaupagreinar

Í hlaupum gilda bestu tímar til verðlauna en ekki verða hlaupin úrslitahlaup. Mikilvægt er að þjálfarar gefi upp besta tíma hvers hlaupara þannig að raða megi í riðla eftir tímum. Þetta er sérlega mikilvægt í eldri aldurshópum í 200m hlaupum.

Þjálfarar eiga að merkja við á listum þá hlaupara sem munu hlaupa eigi síðar en  60 mínútum  fyrir hlaup. Riðlar verða hengdir upp á nafnakallssvæði 20 mínútum fyrir hlaup.

 

Langstökk allir flokkar og þrístökk í flokkum 15 ára og eldri

Í aldursflokkum 11, 12 og 13 ára eru þrjár tilraunir á hvern keppanda.

Hjá 14 ára eru fjórar tilraunir á hvern keppanda.

Hjá 15 ára og eldri eru þrjár tilraunir á hvern keppanda og fara 8 bestu áfram í úrslit og fá þrjú stökk í úrslitum.

 

 

Skráning

Skráningar skal senda á eyðublaði sem finna má á heimasíðu deildarinnar. Skráningar skal senda í tölvupósti á netfangið irfrjalsar@gmail.com ekki seinna en laugardagskvöldið 18. janúar kl. 23:59.

Hægt er að skrá eftir að skráningarfrestur rennur út gegn tvöföldu gjaldi. Skráningar sem koma eftir að skráningarfrestur en lilðinn  skal senda á skráningareyðublaðinu á netfangið margret1301@gmail.com.

Hægt er að senda skránginu á Esther tómstundafulltrúa á tomstundafulltrui@strandabyggd.is út 16. janúar.

               

Athugið að hægt er skrá úr grein þar til kl. 22:00 á fimmtudagskvöldið 24. janúar en þátttökugjöld greiðast eins og skráningar verða kl. 22:01 það sama fimmtudagskvöld. Reikningar verða sendir félögunum fyrir þátttökugjöldum keppenda þeirra.

 

Skráningargjald

Í flokkum 10 ára og yngri er skráningargjaldið 2500 kr. á hvern keppanda.

Í flokkum 11 til 15 ára er skráningargjaldið 3000 kr. á hvern keppanda.

Í flokkum 16 ára og eldri er skráningargjald á mótið 2000 kr. og gjald fyrir hverja grein umfram eina 500 kr.             

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um mótið er finna inn á heimasíðu deildarinnar www.ir.is/frjalsar  eða hjá

Margréti Héðinsdóttur, 821-2172 - margret1301@gmail.com

                                                                                             

F.h. Frjálsíþróttadeildar ÍR

Margrét Héðinsdóttir, formaður

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25