Færslur: 2014 Maí

26.05.2014 14:26

Þjálfaramenntun

 

 

 

 

 

Sumarfjarnám 2014

þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ

 

Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 23. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á hinum stigunum.  Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina.  Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.  Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði og send á heimilisföng þátttakenda.  Þátttökugjald á hin stigin er kr. 18.000.-

    

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 20. júní. Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer og taka þarf skýrt fram á hvaða stig verið er að skrá.  Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.

 

Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 & 863-1399 eða á vidar@isi.is  

 

Með bestu kveðju,

 

Viðar Sigurjónsson

Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri

Þjálfaramenntun ÍSÍ - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

23.05.2014 09:59

Landsmót 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Landsmót 50+ sem fer fram á Húsavík 20.-22. júní. Skráning fer fram á www.umfi.is og vonumst við til að sem flestir Strandamenn láti sjá sig.

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ árið 2014. HSÞ Hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987. HSÞ hefur því reynslu að því að halda Landsmót. Mótið fer að mestu fram á Húsavík. Aðstaðan á Húsavík er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut. Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir. Glæsilegur 9 holu gorvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar. Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup - boccia - blak -bidds - bogfimi - frjálsar - golf - hestaíþróttir - sýningaratriði, línudans - pútt - ringó - skák - sund - starfsíþróttir - skotfimi- stígvélakast-þríþraut.

02.05.2014 00:30

Úrslit í bridgemóti.

                ÚRSLIT  Í HÉRAÐSMÓTI Í BRIDGE,   TVÍMENNINGUR.

Héraðsmót í bridge fór fram í Árnesi  1. Maí, 10 pör tóku þátt í keppninni.  Úrslit urðu þessi:

1.       1.   Guðbrandur og Vignir                   150 stig.

2.      2.    Maríus og Ólafur                          134   -

3.      3.    Eyvindur og Jón Stefáns.              130   -

4.      4.   Björn og Kristján                          116   -

5.      5.    Ingimundur og Jón Jónsson           100   -

6.      6.    Ingólfur og Úlfar                              97   -

7.      7.    Gunnsteinn og Gunnar                    92    -

8.       8.  Guðjón Dalkvist og Björn                 88   -

9.      8.    María og Hugó                               88   -

10.  10.  Helgi og Engilbert                          85   -                                                                                                          

 

Keppendur   frá Hólmavík þakka  kærlega fyrir höfðinglegar mótttökur frá félagsmönnum í umf. Leifi  heppna.               

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25