Færslur: 2014 Júlí

31.07.2014 12:43

ULM á Sauðárkróki

23 keppendu fara á ULM á Sauðárkróki nú um verslunnarmannahelgina.  Keppa þeir í frjálum, knattspyrnu, körfubolta, mótorkrossi, stafsetningu, upplestri og tölvuleik.  Dagskrámótsins fyrir ákv. geinar er kominn inná vef umfi.is.  Salbjörg Engilbertsdóttir hefur tekið að sé að vera kakóstjóri hópsins, einnig er von á Kalla stórgrillara frá Reykjum á svæðið.

22.07.2014 11:59

Kvöldmót UDN.

Þriðja kvöldmót UDN í frjálsum íþróttum verður haldið þriðjudaginn, 22. júlí, í Dalnum í Búðardal. Mótið hefst kl 19:00. Greinar mótsins eru; 10 ára og yngri; 60m, boltakast, hástökk, langstökk 11-12 ára; Spjótkast, kringlukast, 60m hlaup, hástökk 13 ára og eldri; Spjótkast, kringlukast, 100m hlaup og hástökk Skráningar berist til Hönnu Siggu fyrir kl 14:00 þriðjudaginn 22. júlí á netfangið hannasigga@audarskoli.is Fram þarf að koma; nafn, kennitala, keppnisgreinar og félag sem keppt er fyrir.

16.07.2014 18:13

Frjálsíþróttaæfing í Sævangi.

Hlynur Chadwick Gudmundsson þjálfari hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, verður með frjálsíþróttaæfingu í Sævangi föstudaginn 18. júlí kl.17:00.
Endilega allir að mæta og koma sér í gírinn fyrir héraðsmótið og ULM á Sauðárkróki.  Í lok æfingar verður stuttur fyrirlestur í Sævangi með foreldurum og öðrum frjálsíþrótta áhugafólki.
Hvetjum sem flesta af samvest svæðinu til að mæta.

13.07.2014 22:30

Skráning á ULM 2014.

HSS sendir sameiginlegt lið með USVH á ULM á Sauðárkróki einsog undanfarin ár.  Þátttökugjaldið á mótið er 6000kr. og mun HSS greiða niður gjaldið um 3000kr. Skráningar skal senda á netfangið vp@internet.is.  Þar þarf að koma fram kt. keppenda og símanúmer og símanúmer foreldris eða ábyrðarmanns.  Einnig þarf að koma fram keppisgreinar og ef þær eru fleiri en ein þarf að forgangsraða greinum ef þær skildu rekast á í mótshaldinu.  HSS og USVH hafa verið með sameiginleg lið í knattspyrnu og körfubolta, ekki hafa verið lið í fleiri hópíþróttum.  Frekari upplýsingar um mótið má sjá á umfi.is.
Fleiri keppnisgreinar verða á mótinu á Sauðárkróki en nokkru sinni fyrr. Auk hefðbundinna greina eins og fótbolta, körfubolta, frjálsíþrótta, sunds og glímu verða nokkrar nýjar greinar. Má þar nefna bogfimi, siglingar og tölvuleiki. Auk þess verður keppt í motocrossi, dansi, golfi, hestaíþróttum, skák, stafsetningu, upplestri og strandblaki. Fatlaðir einstaklingar munu keppa í frjálsum og sundi.

Afþreyingardagskrá Unglingalandsmótsins er metnaðarfull. Í boði er m.a. þrautarbraut fyrir alla aldurshópa, útibíó, leiktæki og andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina. Þrjár smiðjur verða starfræktar, en það eru söngsmiðja, myndlistarsmiðja og leiklistarsmiðja. Gönguferðir verða um bæinn og nágrenni Sauðárkróks, júdókynning, knattþrautir KSÍ, tennisleiðsögn og kynning á parkour, sumbafitness, markaðstorg, popping-kennsla og opið golfmót.

Á hverju kvöldi verða glæsilegar kvöldvökur þar sem margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum koma fram. Má þar nefna Jón Jónsson, Sverri Bergmann, Þórunni Antoníu, Friðrik Dór, Úlf Úlf og Magna Ásgeirsson.

13.07.2014 13:04

Héraðmót á Sævangi.

Héraðsmót HSS

Héraðsmót HSS sunnudaginn 20. júlí

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum fer fram á Sævangsvelli sunnudaginn 20. júlí nk. Mótið hefst kl. 11:00 með keppnisgreinum eingöngu ætluðum eldri keppendum en keppendur í öllum aldurflokkum hefja keppni fyrir kl. 13:00. 

Frjálsíþróttafólki úr nágrannabyggðarlögum og hvaðanæva að af landinu er velkomið að skrá sig og taka þátt.

 

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Strákar og stelpur 11 ára og yngri: 60 m. hlaup, langstökk og boltakast.

Strákar og stelpur 12-13 ára: 60 m. hlaup, langstökk, kúluvarp og spjótkast.

Strákar og stelpur 14-15 ára: 100 m. hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.

Konur 16-29 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 16-34 ára:  100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Konur 30 ára og eldri:  100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 35 ára og eldri:  100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Forsvarsmenn aðildarfélaga taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðasta lagi laugardaginn 19. júlí kl: 13:00.

Frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum okkar í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og USVH (V-Húnvetningar) eru sérstaklega boðin velkomin á mótið. Sjáumst hress og kát í Sævangi sunnudaginn 20. júlí.

08.07.2014 11:57

Kvöldmót UDN 8. júlí

Kvöldmót UDN í frjálsum fer fram þriðjudaginn 8. júlí í Búðardal

Mótið hefst klukkan 19:00 

Greinar mótsins eru;

10 ára og yngri  - Boltakast, 200m, langstökk

11 - 12 ára  - Spjótkast, 600 m, langstökk

13 ára og eldri - Spjótkast, 800 m, langstökk

 

Skráningar berist til Hönnu Siggu (hannasigga@audarskoli.is) - til kl 16:00 þann 8. júlí.

Einnig er hægt að skrá á mótinu. Fram þarf að koma; nafn, fæðingarár, félag sem keppt er fyrir, greinar sem taka á þátt í.

06.07.2014 19:45

Samvestmót í Borgarnesi.

Samvestmót í frjálsum fór fram í Borgarnesi í gær.  16 keppendur kepptu á mótinu frá HSS, stóðu þau sig öll með miklum ágætum.  Úrslit mótsins verður væntanlega hægt að skoða fljótlega inná mótavef fri.is.   Margir foreldrar fylgdu börnunum á mótið og hjálpuðu til við framkvæmd mótsins.  HSS bauð upp á grillaðar pylsur í Skallgrímsgarðinu eftir mótið,  Hrefna Guðmundsdóttir og Ragnar Bragason aðstoðu Vigni við grillið og fá bestu þakkir fyrir.

05.07.2014 22:48

Héraðsmóti frestað.

Héraðsmóti HSS í frjálum sem vera átti á  Sævangsvelli sunnudaginn 6. júlí er frestað vegna veður.


01.07.2014 17:11

Héraðsmót HSS

Héraðsmót HSS sunnudaginn 6. júlí

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum fer fram á Sævangsvelli sunnudaginn 6. júlí nk. Mótið hefst kl. 11:00 með keppnisgreinum eingöngu ætluðum eldri keppendum en keppendur í öllum aldurflokkum hefja keppni fyrir kl. 13:00. 

Frjálsíþróttafólki úr nágrannabyggðarlögum og hvaðanæva að af landinu er velkomið að skrá sig og taka þátt.

 

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Strákar og stelpur 11 ára og yngri: 60 m. hlaup, langstökk og boltakast.

Strákar og stelpur 12-13 ára: 60 m. hlaup, langstökk, kúluvarp og spjótkast.

Strákar og stelpur 14-15 ára: 100 m. hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.

Konur 16-29 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 16-34 ára:  100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Konur 30 ára og eldri:  100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 35 ára og eldri:  100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Forsvarsmenn aðildarfélaga taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðasta lagi laugardaginn 5. júlí kl: 13:00.

Frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum okkar í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og USVH (V-Húnvetningar) eru sérstaklega boðin velkomin á mótið. Sjáumst hress og kát í Sævangi sunnudaginn 6. júlí!

01.07.2014 14:55

Meistaramót Íslands

Frjálsíþróttadeild FH og FRÍ bjóða til 88. Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum, mótið fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði - 12.-13. júlí 2014.


Skráningar og skráningafrestur:
Félög skulu skrá keppendur í mótaforriti FRÍ; www.mot.fri.is
Skráningafrestur er til miðnættis þriðjudaginn 8.júlí en hægt er að bæta við skráningum til kl. 11:00 föstudaginn 11. júlí á netfangið steinn@ironviking.is, skv. reglum FRÍ (þrefalt skráningargjald).

Skráningargjald er 1.500 kr. á grein og 3.000 kr. fyrir boðhlaupssveit.


VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR !

Með ósk um gott samstarf.

F.h. Frjálsíþróttadeildar FH, F.h. Frjálsíþróttasambands Íslands
Sigurður Haraldsson, formaður Jónas Egilsson, formaður.
  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25