Færslur: 2015 Janúar
23.01.2015 11:53
Samæfing SamVest
Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum
30.
janúar 2015 í Hafnarfirði
Kynning til iðkenda og
foreldra
Héraðssamböndin
UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF (SamVest samstarfið) boða til samæfingar í
frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.
Æfingin
fer fram í frjálsíþróttahöllinni
Kaplakrika, Hafnarfirði, föstud. 30.
jan. 2015 kl. 16.30.
Eftirfarandi
er ákveðið með æfinguna:
·
Æfingin er fyrir 10 ára (árg. 2005) og eldri.
o Þátttakendum
verður aldursskipt í nokkra hópa á æfingunni.
·
Umsjón með æfingunni hefur einn af þjálfurum
á starfssvæði SamVest og gestaþjálfarar eru allir fastir þjálfarar hjá FH, þau:
o Eggert
Bogason, Einar Þór Einarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir
·
Nánari upplýsingar síðar um áherslur á
greinar. Ef einhverjir eru með sérstakar óskir þá endilega komið þeim á framfæri
við okkur á FB-síðu SamVest eða í netfangið hér fyrir neðan.
·
Eftir æfingu borðum við saman í nágrenninu. Við
höfum ekki ákveðið hvar - síðast fórum við á Kentucky!
·
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt
hressing/nesti meðan á æfingu stendur er í boði SamVest, en matur eftir æfingu
greiðist af hverjum þátttakanda fyrir sig.
Við þurfum að vita hverjir koma á
æfinguna og hverjir vilja vera með í mat. Endilega skráið sjálf
mætingu og aðrar upplýsingar inná þessari síðu - smellið hér - fyrir kl. 22.00
miðvikudaginn 28. janúar nk.
Frekari
upplýsingar á Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem
allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að. Ábendingar og spurningar má senda til bjorg@alta.is
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega
fjölmennum og gerum þetta að góðri SamVest-æfingu!
Með frjálsíþróttakveðju,
Framkvæmdaráð
SamVest samstarfsins
15.01.2015 13:04
Skíðastarfið í vetur
Nú ræður vetur konungur ríkjum og skíðastarfið er komið á fullt.
Skíðaæfingar hjá Skíðafélagi Strandamanna í vetur verða sem hér segir:
Miðvikudagar kl. 17.30-18.30
Föstudagar kl. 17-18:30
Laugardagar kl. 17-18 Línuskautar í íþróttahúsinu Hólmavík
Sunnudagar kl. 13-14.30
Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram. Sent er sms um hvort af æfingu verður í síðasta lagi um hádegi daginn sem æfingin er, einnig er sent sms ef lagðar eru skíðabrautir aðra daga. Þeir sem óska eftir að fá sms um æfingar og brautir hafi samband við Ragnar í síma 8933592.
Skíðagönguæfingar Skíðafélags Strandamanna eru
gjaldfrjálsar og öllum opnar. Nýir
iðkendur eru sérstaklega velkomnir.
Mótaskrá Skíðafélags Strandamanna fyrir veturinn 2015 ásamt mótum sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í:
24. janúar: Skíðafélagsmót H
31. janúar: Skíðafélagsmót F
7. febrúar: Héraðsmót skiptiganga H/F
14. febrúar: Bláfjallagangan Reykjavík
21. febrúar: Sprettganga H
28. febrúar: Strandagangan
14. mars: Skíðaskotfimi F
20.-22. mars: Skíðamót Íslands Dalvík/Ólafsfirði
28.-30. mars: UMÍ Reykjavík
3. apríl: Arionbankamót H
6. apríl: Sparisjóðsmót F
11. apríl: Orkugangan Húsavík
18. apríl: Boðganga
23.-25. apríl Andrésar-andarleikarnir Akureyri
2. maí Fossavatnsgangan Ísafirði
Aðrir viðburðir á vegum skíðafélagsins:
18. janúar: Vinaæfing (Bjóddu vini/vinkonu með á skíðaæfingu)
20. febrúar: Grímubúningaæfing (Í tengslum við öskudaginn)
1. mars: Skíðaleikjadagur (Í tengslum við Strandagönguna)
Einnig er stefnt að 2-3 fjallaferðum í vetur, dagsetningar á þeim taka mið af snjóalögum og veðurfari
fylgist vel með Skíðafélag Strandamanna á Facebook
- 1