Færslur: 2015 Mars
31.03.2015 15:56
Borðtennismót
B-mótaröðin heldur áfram og nú er komið að borðtennis.
Borðtennismót HSS fer fram í Íþróttamistöðinni á Hólmavík laugardaginn 4. apríl kl. 14:00
Þátttaka er ókeypis en hver og einn þarf að borga sig inn í salinn. Aldurstakamark er ekkert og engar forskráningar nauðsynlegar.
Sjáumst skoppandi hress á Hólmavík á laugardaginn.
Skrifað af Esther
25.03.2015 13:17
Aðalfundur
Aðalfundur Héraðssambands Strandamanna árið 2015 verður haldinn þann 30. apríl.
Fundurinn er að þessu sinni í boði Skíðafélags Strandamanna og mun fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Nánari tímasetningar og fjöldi fulltrúa hvers félags skýrist þegar nær dregur.
Mikilvægt er að aðildarfélög skili starfsskýrslum sem fyrst og eins þarf að skila ársskýrslum félaga fyrir aðalfundinn.
Takið daginn frá og fylgist vel með framhaldinu.
Skrifað af Esther
07.03.2015 21:12
Úrslit í héraðsmóti á gönguskíðum
Héraðsmót á gönguskíðum fór fram 7. mars inní Selárdal í sól og blíðu. Keppt var í skipigöngu, þ.e. fyrst genginn 1 hr. með hefðbundinni aðferð síðan einn hringur með frjálsri aðferð. 8 ára og yngri gengu einn hring 1 km. Stjórn HSS þakkar Skíðafélagi Strandamanna fyrir framkvæmd mótsins. Kristján Tryggvason lagði brautina, Aðalbjörg Óskarsdóttir og Kristján Tryggvason sáu um tímatöku.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Krakkar 8 ára og yngri. 1 km. | |||||
Árný Helga Birkisdóttir | |||||
Elísa Vilbergsdóttir | |||||
Eva Lara Guðjónsdóttir Krysiak | |||||
Stefán Þór Birkisson | |||||
Kristinn Jón Karlsson | |||||
Elías Guðjónsson Krysiak | |||||
Guðmundur B. Þórólfsson | |||||
1. hringur | 2. hringur | ||||
Stelpur 10 ára, 2x2,5km. | |||||
Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir | 22,18 | 45,20 | |||
Strákar 11 - 9 ára, 2x2,5km. | |||||
Hilmar Tryggvi Kristjánsson | 11,19 | 21,42 | |||
Friðrik Heiðar Vignisson | 11,33 | 23,02 | |||
Jón Haukur Vignisson | 12,48 | Hætti. | |||
Konur 5km | |||||
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir | 23,15 | ||||
Karlar 35 - 49 ára 2x5km | |||||
Birkir Þór Stefánsson | 17,49 | 32,47 | |||
Vignir Örn Pálsson | 18,02 | 36,26 | |||
Guðjón Sigurgeirsson | 24,38 | ||||
Karlar 60 ára og eldri 2x5km | |||||
Rósmundur Númason | 18,23 | 38,01 |
Skrifað af Vignir
06.03.2015 19:55
Héraðsmót á gönguskíðum.
Héraðsmót á gönguskíðum verður í Selárdal á morgun 7. mars kl. 13:00.
Keppt er í skiptigöngu þ.e. fyrst gengið með hefðbundinni aðferð og síðan með frjálsri aðferð (skaut).
Allir að mæta hressir og kátir, keppt er í barna og fullorðinsflokkum.
Skrifað af Vignir
03.03.2015 13:24
B-mótaröðin
Senn líður að árlegri B-mótaröð HSS en hún er eins og hér segir
Badmintonmót á Hólmavík 7. mars
Borðtennismót á Hólmavík 4. apríl
Bridsmót í Árneshreppi 1. maí
Á Góu-laugardegi, 7. mars fer fram Badmintonmót í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Keppt er í tvíliðaleik, keppnin hefst klukkan 13:00 og skráning fer fram á staðnum. Keppnisgjald er ekkert en greiða þarf fyrir aðgang að salnum og fer gjaldið því eftir afsláttarkjörum hvers og eins.
Borðtennismótið fer fram á laugardegi um páska, milli föstudagsins langa og páskadags. Mótið fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Keppt er í einliðaleik, keppnin hefst klukkan 13:00 og skráning fer fram á staðnum. Keppnisgjald er ekkert en greiða þarf fyrir aðgang að salnum og fer gjaldið því eftir afsláttarkjörum hvers og eins.
Loks verður hið árlega bridsmót haldið í þann 1. maí í Félagsheimilinu Árnesi en tímasetning og fyrirkomulag verður nánar auglýst síðar.
Skrifað af Esther
- 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25