Færslur: 2016 Febrúar

24.02.2016 22:29

Badmintonmót HSS 2016.

Baðmintonmót HSS verður laugardaginn 27. feb. í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, mótið hefst stundvíslega kl. 14:00.  Þátttökugjald í mótið er 780kr. og greiðist í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar.
Keppt er í 1 opnum flokki í tvíliðaleik, hægt er að skrá á staðnum en best er að senda skráningar á Elísabet framkvæmdastjóra HSS á netfangið framkvhss@mail.com
Mættum öll hress og kát.


21.02.2016 09:18

Skíðaferð

Skíðaferð til Braunlage í þýskalandi.

Þann 9.febrúar síðast liðinn. Fóru nokkrir félagar skíðafélags strandamanna í skíðaferð til Þýskalands. Flogið var til Berlínar og þaðan keyrt til Braunlage. 
Í ferðina fóru Ragnar Bragason og Stefán Snær Ragnarsson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson og Kristján Hólm Tryggvason, Jón Haukur og Friðrik Heiðar Vignissynir og Vignir Örn Pálsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson Og Rósmundur Númason.
Byrjað var að skipulegja ferðina í ágúst 2015.
Tilgangur ferðarinnar var að fara og æfa sig á gönguskíðum en einning var farið á skauta og svigskíði prufuð. 

"Það skemmtilegasta við ferðinina var að prufa að fara á svigskíði og fara í lest sagði Stefán Snær. það var ekkert öðruvísi að skíða í Þýskalandi heldur en hér heima nema hvað það er mikið af trjám í Þýskalandi. það var fyndið að sjá að nánast á slaginu klukkan 17:00 fóru allir þjóðverjar heim en á Íslandi er skíðað eins lengi og veður  og færð leyfa" (Stefán Snær)

þetta var 5 daga vel heppnuð ferð og komu allir sáttir heim. 


 (myndir Ragnar)

06.02.2016 21:10

Fréttir frá aðalfundi umf. Hvatar.

Aðalfundur umf. Hvöt í Tungusveit var í Sævangi í dag.  7 félagsmenn mættu á fundinn.  Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundinum.
"Aðalfundur umf. Hvatar haldinn í Sævangi 6. febrúar 2016 óskar eftir því að HSS hafi frumkvæði að viðræðum um mögulegar sameiningar ungmennafélaga á starfssvæði HSS."

Stjórn umf. Hvatar var endurkjörinn samhljóða,  Sigríður Drífa Þórólfsdóttir form.,  Ragnar Kristinn Bragason gjaldkeri og Birkir Þór Stefánsson ritari.


  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25