Færslur: 2018 Apríl

24.04.2018 21:38

Sérsjóður HSS

Aðildarfélög HSS eru hvött til að sækja um í sérsjóð HSS.  Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið vignirpals@gmail.com fyrir 2. maí næst komandi.
Forgangsverkefni væri að bæta íþróttaaðstöðu á svæðinu. Og veita til annarra
verkefna svo sem þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostnaðar á mót sem HSS fer ekki á,
nýjungar í starfi og fleira."




24.04.2018 21:35

Framkvæmdastjóri HSS.

HSS auglýsir eftir Framkvæmdarstjóra fyrir HSS fyrir sumarið 2018. Í starfinu felst meðal annars að taka við tölvupóstum og senda áfram til aðildafélaga HSS, sem tengiliður við ÍSÍ og UMFÍ. Verði stjórn HSS til aðstoðar að halda utan um íþróttaviðburði (s.s. að panta verðlaunapeninga, taka við skráningum á mót og skrá keppendur á mót). Kostur að viðkomandi geti hafið störf í maí. Umsóknir berist til Vignis á vignirpals@gmail.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Vignir Pálsson í síma 8983532.


02.04.2018 17:29

Ársþing HSS 2018.

                                      Hólmavík 02.04 2018.




71. Ársþing HSS verður haldið að Laugarhóli í Bjarnarfirði fimmtudaginn 3. maí kl. 19:30.  Þingfulltrúar vinsamlega mætið stundvíslega.


1. Þingsetning.
2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara.
3. Skipun kjörbréfanefndar.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
7. Kosning nefna þingsins. a) Uppstillingarnefnd.  b)  Fjárhagsnefnd.  
c)  Íþróttanefnd d)  Alsherjar og laganefnd.
8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda.
9. Nefndarstörf.
10. Nefndarálit,  umræður og atkvæðagreiðslur.
11. Kosningar.  a)  Stjórn og varastjórn sbr. 17. grein. b)  Tveir endurskoðendu og tveir til vara.  c)  Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.
12. Önnur mál.
13. Þingslit.
Kjörbréf er mikilvægt komi með þingfulltrúum.

Með félagskveðju, Vignir Örn Pálsson. Form. HSS.


  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25