Færslur: 2019 Júlí

18.07.2019 09:48

Fyrsta héraðsmót HSS sem haldið hefur verið á Skeljavíkurgrundum fór fram miðvikudaginn 17. júlí. 40 keppendur tóku þátt í hinum ýmsu greinum. Talsverður vindur var en sagt er að það sé hluti af héraðsmótum HSS. 

Ákveðið var á síðasta ásrþingi HSS að hafa héraðsmótið á virkum degi. Mótið gekk hratt og vel fyrir sig. Vil ég koma kærum þökkum til allra þeirra sem komu að mótinu. Júlíus Jónsson fyrir merkingar á vellinum, Hrafnhildur Skúladóttir formanni HSS fyrir allar reddingarnar og stuðningin, mótanefnd HSS (Aðalbjörg Óskarsdóttir) fyrir allt samþykkið og ráðleggingar, frjálsíþróttanefnd HSS Ragnheiður Birna fyrir þína aðstoð. Reynir Björnsson fyrir að redda slættinum. Allir þeir sem hjálpuðu við mælingar, tímatöku, ritarar og svo það allra mikilvægasta keppendurnir og áhorfendur. Án ykkar væri ekki hægt að halda svona mót.

Ef eitthvað sem betur mætti fara, vinsamlegast sendið okkur línu á framkvhss@mail.com allar ábendingar vel þegnar.

Framkvæmdastjóri HSS.

Sigríður Drífa

 

12.07.2019 09:30

Héraðsmót HSS

Héraðsmót HSS í frjálsum.

Á Skeljavíkur Grundum miðvikudaginn 17. júlí.

Mótið hefst kl. 17:00.

Við hvetjum alla krakka, konur og karla til að skrá sig og vera með!

Keppisgreinar eru eftirfarandi: 

10 ára og yngri 60 m hlaup, langstökk, boltakast

Stelpur og strákar 11 ára 60m, 600 mhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringla og stpjótkast .

Telpur og piltar 12 - 13 ára: 60m, 600m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringla og spjótkast.

Meyjar og sveinar 14 - 15 ára: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Konur og karlar: 100m, 800m,  langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Karlar, 35 ára og eldri og konur 30 ára og eldri : 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.

Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. 

Skráningu þarf að vera lokið fyrir  kl. 13, miðvikudaginn 17. júlí.

Nánari upplýsinga veitir Sigríður Drífa í síma 8683640 eða netfang framkvhss@mail.com 

Allir velkomnir

 

10.07.2019 13:53

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til 1. október næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, meðal annars með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. 

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1. apríl og 1. október. Úthlutun fer fram sem næst 1. maí og 1. nóvember ár hvert.   

Hafa má samband við framkvæmdastjóra HSS

09.07.2019 14:32

ULM19

Næsta Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina, 1. - 4. ágúst 2019 á Höfn í Hornafirði.

Skráning og greiðsla
Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ hefst 1. júli sl. Lokað verður fyrir skráningar á miðnætti 30. júlí. 
Mótsgjald er 7.500 kr. á hvern einstakling 11 - 18 ára sem skráir sig til þátttöku. Greiða þarf gjaldið til að geta klárað skráningu. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á. Skráning og greiðsla fer í gegnum greiðsluþjónustukerfið NORA.

Stjórn HSS hefur ákveðið að greiða allt skráningargjaldið. Þeir sem hafa hug á að fara vinsamlegast látið framkvæmdastjóra HSS vita í tölvupósti framkvhss@mail.com eða eða í síma 8683640

08.07.2019 11:36

HSS fréttir

72. Ársþing Héraðssambands Strandamanna fór fram í félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 3. júní síðasliðinn. 

Þórey Dögg Ragnarsdóttir fékk viðurkenningu sem efnilegasti íþróttamaður HSS. Fyrir ástundun og elju i þjálfun og keppni á gönguskíðum

Ragnar Kristinn Bragason fékk viðurkenningu sem íþróttamaður ársins HSS. Fyrir ástundun, leiðbeiningar og keppni á gönguskíðum. 

 Félag eldri borgara í Strandasýslu fékk verðlaun fyrir vel unnin störf. Fyrir aukið starf eldri borgara, reglulegar gönguferðir er orðin fastur liður sem og æfingar í Boccia, auk þess sem styrktaræfingar í Flosabóli bættist við undir stjórn Ragnheiðar B. Guðmundsdóttur.

Ragnar og Þórey með viðurkenningarnar. 

 

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir ásamt félögum.


 

14. -17. Júní fór fram Smábæjarleikarnir á Blönduósi. Átti HSS eitt lið undir merkjum Geislans á Hólmavík. Talsverður aldursmunur var í liðininu þar sem fáir einstaklingar eru í hverjum árgang og seint farið í að leita til annarra félaga. Öll stóðu sig frábærlega þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum. 

Iðkendur HSS hafa verið mjög duglegir við hreyfingar það sem af er sumri.

 Skíðafélag Strandamanna er með fjölskyldu fjallgöngur á sunnudögum kl 13:00 þar sem gengið verður á ýmis fjöll eða leiðir í Strandabyggð, Reykhólasveit og Kaldrananeshreppi. Allir eru velkomnir með í þessar fjallgönguferðir óháð aldri og engin skylda að vera félagsmaður í Skíðafélag Strandamanna Hólmavík til að taka þátt.

Vikulegt sögurölt sem Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna standa fyrir í sumar. Sjá https://www.facebook.com/saudfjarsetur/

    Geislinn er með æfingar í frjálsum, körfubolta og fótbolta. sjá https://www.facebook.com/Geislinn-432791440074688/

    Gólfklúbbur Hólmavíkur er með flottan völl sjá https://www.facebook.com/groups/814630825571415/



Framundan í starfi HSS er héraðsmót sem verður haldið 17. júlí næst komandi einnig styttist í ULM19. Sjá https://www.ulm.is/

  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25