12.03.2012 13:01
Skráið ykkur í Strandagönguna 17. mars!
Nú nálgast hin árlega Strandaganga, stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Ströndum á ári hverju. Gangan fer fram laugardaginn 17. mars.
Á vefsíðu Skíðafélags Strandamanna er byrjað að auglýsa eftir skráningum, en von er á frekari upplýsingum um gönguna á næstu dögum. Þar kemur fram að gott sé að fólk skrái sig sem
fyrst til að auðvelda vinnu við undirbúning göngunnar.
Senda skal eftirfarandi upplýsingar á netfangið sigrak@simnet.is:
Nafn keppanda
Nafn keppanda
Hérað
Fæðingarár
Vegalengd
Gsm símanúmer
Einnig er minnt á sveitakeppnina sem er
í öllum vegalengdum. Í Selárdal er nægur snjór og ágætis aðstæður eins og
staðan er í dag. Hægt er að hringja í Rósmund í s. 892-1048 eða Ragnar í s. 893-3592 til að fá
nánari upplýsingar.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 488
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248634
Samtals gestir: 27557
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 22:18:51