07.02.2014 09:34
Skíðaæfingar
Skíðaæfingar
Skíðagönguæfingar hjá Skíðafélagi Strandamanna eru hafnar. Allir eru velkomnir á æfingarnar, en á æfingunum er mikil áhersla lögð á skemmtilega skíðaleiki ásamt því að við æfum skíðagöngu bæði með hefðbundinni aðferð og frjálsri aðferð. Einnig verða í vetur sérstakar þemaæfingar t.d. furðufataæfing í tengslum við öskudaginn, leikjahátíð, vinaæfing, fjölskyldudagur, óbyggðaferðir og hápunkturinn er að fara á Andrésar-andarleikana á Akureyri seinnipartinn í apríl. Nánari upplýsingar um æfingar og starf Skíðafélags Strandamanna eru á heimasíðu félagsins skidafelag.123.is
Æfingatímar:
Miðvikudagar kl. 17.30-18.30
Föstudagar kl. 17-18.30
Sunnudagar kl. 14-15.30