06.09.2013 11:13

Þríþrautt flýtt

Þríþraut HSS mun fara fram á laugardag eins og ráð var gert fyrir. Keppnin mun hins vegar hefjast við Íþróttamiðstöðina klukkan 11:00 í stað klukkan 13:00 til að njóta veðurblíðuna sem á að vara fyrri hluta dags.

27.08.2013 15:51

Þríþraut HSS

3 þraut HSS verður haldinn þann 7.sept næstkomandi á Hólmavík, vegalengdir þessarar þrautar eru eftirfarandi og í þessari röð:

 

1.       Hlaupa 5 km (Borgirnar) byrjað uppí íþróttahúsi

2.       Hjóla 8 km (Óshringurinn)

3.       Synda 200 m (Sundlaug Hólmavíkur)

 

Við hvetjum sem flesta að koma og taka þátt í þessari þolraun og hafa gaman að, sem er aðal markmiðið. Þetta er ætlað öllum aldurshópum. Það þarf engan sérstakan útbúnað í þessa þolþraut nema reiðhjól sem kemst um malarveg og sundföt. Keppendur fá svo frítt í sund og heitu pottana eftir keppni. Ekkert keppnisgjald. Skráning fer fram á tölvupósti: tomstundafulltrui@strandabyggd.is

 

Keppni mun hefjast stundvíslega klukkan 13:00 laugardaginn 7.september uppí íþróttamiðstöð Hólmavíkur. Mælt er með því að keppendur mæti tímanlega! 

26.08.2013 08:55

Íþróttaþjálfari Geislans/Hvatar

Ungmennafélagið Geislinn og ungmennafélagið Hvöt óska eftir þjálfara eða þjálfurum til að kenna hinar ýmsu íþróttir í vetur.

Í starfinu felst að undirbúa og sjá um æfingar, halda utan um mætingu, finna mót fyrir iðkendur og fara með í keppnisferðir. 

Þjálfari þarf að hafa áhuga á að efla íþróttastarf á svæðinu og stuðla að góðum íþróttaanda.

Umsóknarfrestur er 2. september og munu æfingar hefjast fljótlega eftir þann tíma.

Áhugasamir hafi samband við Árnýju Huld í síma 848-4090
eða sendi tölvupóst á netfangið
arnyhuld@strandabyggd.is

15.08.2013 14:11

SamVest samæfing í Borgarnesi 19. ágúst 2013

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Þetta er síðasta samæfing sumarsins og fer fram á íþróttavellinum Borgarnesi, mánudaginn 19. ágúst nk. kl. 18.00.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar.
Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar
Alberto Borges, frá ÍR mun sjá um stökkæfingar og spretti
Gestaþjálfari verður fyrir kastgreinar, einkum spjót og kúlu - nánar síðar
Áhersla á æfingu fyrir þátttakendur sem verða í liði SamVest v/bikarkeppni FRÍ - ef tekst að búa til lið á næstu dögum
Þátttakendum að kostnaðarlausu
Frítt í sund fyrir þátttakendur sem það vilja, eftir æfingu!

Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.

Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið

14.08.2013 13:37

Barnamót í frjálsum íþróttum

Sunnudaginn 18. ágúst kl. 13:00 á félagssvæði umf. Leifs heppna á íþróttavellinum í Árnesi í Trékyllisvík            

Barnamótið er fyrir 12 ára og yngri.

Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu og grillaðar verða pylsur fyrir keppendur og mótsgesti í boði KSH.

  

Keppnisgreinar

Pollar og pæjur 8 ára og yngri

60m hlaup, langstökk og boltakast.

Hnokkar og hnátur 9 -10 ára

60m hlaup, langstökk og boltakast. 

Strákar og stelpur 11 - 12 ára

60m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp.

  

Forráðamenn félaganna skrái keppendur í mótaforriti FRÍ, fyrir kl. 18 á laugardag.

13.08.2013 09:05

Bikarkeppni Fjálsíþróttasambandsins

Auglýst er eftir áhugasömum keppendum á SamVest-svæðinu sem hefðu áhuga á að vera í sameiginlegu liði SamVest sem sent yrði á bikarkeppnir FRÍ: 

a) annars vegar Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri þann 25. ágúst í Kópavogi, 

og

b) hins vegar bikarkeppni fullorðinna (er það ekki 16 ára og eldri?) dagana 30.-31. ágúst á Laugardalsvelli

 

Ef einhver hjá ykkur hefur áhuga eða ef þið vitið um einhvern sem á erindi í einstökum greinum, látið okkur vita - í netfang Garðars frkvstj. HSH - hsh@hsh.is sem allra fyrst.

08.08.2013 14:28

Sundmóti frestað

Vegna mikilla anna íþróttagarpa og annarra verður sundmóti sem ráðgert var að hafa í Sundlauginni á Hólmavík sunnudaginn 11. ágúst frestað. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Nýtið þennan viðbótartíma sem allra best til æfinga og undirbúnings.

08.08.2013 13:22

SamVest frjálsíþróttamót á Borgarnesi

.

 

 

SamVest mót í Borgarnesi þriðjud. 13. ágúst 2013

 

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst kl. 17.00 (yngri hópar byrja).

Hér er slegið saman í eitt öflugt mót, ágústmóti 10 ára og yngri, auk mótsins fyrir 11 ára og eldri sem vera átti í júní en var frestað vegna veðurs.

Aldurshópar og keppnisgreinar eru:

8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m. hlaup

9-10 ára: Boltakast, 60 m. hlaup, langstökk og 600 m. hlaup

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup

13-14 ára: hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup , 60 m grindahlaup, kúluvarp,

kringlukast, spjótkast.

15 ára: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup

16 ára og eldri: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grind

 

Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.

 

Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.

 

Skráningar berist í netfangið umsb@umsb.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 12. ágúst.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið  

01.08.2013 17:34

Þríþraut frestað.

 

Samkvæmt mótadagskrá HSS þá er á planinu að halda 3 þrautarkeppni 10.ágúst. en það hittir þannig á að margir fara af svæðinu vegna annarra móta. Þá er fótboltamót fyrir 6.flokk á sauðárkróki og það er margir sem fara þangað og eins eru margi að fara á ásbyrgi til að taka þátt í víðavangshlaupi um þessa helgi. Því höfum við ákveðið að fresta þessari keppni til 7.september.

25.07.2013 22:14

Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði.


Stjórn HSS hvetur sem flesta til að taka þátt í ULM á Höfn um verslunarmannahelgina.  Senn líður að því að ljúka þarf skráningu á mótið.  Stjórn HSS hefur ákveðið að greiða allt keppnisgjald mótsins fyrir keppendur HSS.  Sameiginleg grillveisla verður á tjaldsvæði HSS og USVH einsog venja er fyrir keppendur og gesti í boði Húnvetninga.  Sendið skráningar á vp@internet.is eða hjá Vigni í síma 8983532.

17.07.2013 23:57

Skráningar á ULM á Höfn 2013.

Búið er að opna fyrir skráningar á ULM á Höfn í Hornafirði.  HSS sendir sameiginlegt lið á mótið með USVH eins og verið hefur undanfarinn ár.  Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá Esther Ösp tómstundafulltrúa (tomstundafulltrui@strandabyggd.is) eða hjá Vigni Pálssyni (vp@internet.is).

Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, sund, strandblak og upplestur.

Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru í boði fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru.  Foreldrum og fullorðnum mun ekki leiðast á Höfn en auk þess að fylgjast með íþróttakeppninni  þá geta þau tekið þá í mörgum viðburðum.

15.07.2013 20:37

Góður árangur Strandamanna.

 Strandamenn náðu frábærum árangri í Laugavegshlaupinu nú á laugadaginn.  Til hamingju hlaupagarpar.   Hér á eftir fylgir smá pistill sem mér barst frá Stefáni Gíslasyni.

Mér datt í hug að benda ykkur á aldeilis frábæra frammistöðu Birkis í Tungu í Laugavegshlaupinu sl. laugardag, en Birkir var eini þátttakandinn af Vestfjarðakjálkanum ef marka má skráð póstnúmer þátttakenda. Birkir var að hlaupa Laugaveginn í fyrsta sinn, lauk hlaupinu á 6:11:50 klst. og hafnaði í 35. sæti af þeim 272 sem luku hlaupinu, en í 16. sæti af 81 í flokki 40-49 ára. Þessi árangur er í raun ótrúlegur miðað við að þetta var fyrsta hlaupið, undirbúningurinn takmarkaður og aðstæður ekki ákjósanlegar. Talsverð rigning var á meðan hlaupið fór fram, sérstaklega seinni partinn. Fremur svalt var í veðri og víða talsverður snjór á leiðinni.

Sjálfum gekk mér líka alveg skínandi vel. Þetta var annað Laugavegshlaupið mitt, en ég hljóp líka sumarið 2007, þ.e.a.s. árið sem ég varð fimmtugur. Þá lauk ég hlaupinu á 6:40:50 klst, en bætti þann tíma verulega núna, niður í 5:52:33 klst. Þetta dugði til að vinna yfirburðasigur í flokki 50-59 ára, en í þeim flokki voru samtals 38 hlauparar. Í heildina varð ég nr. 23.

Bestu kveðjur úr Borgarnesi,

Stefán Gíslason


09.07.2013 21:05

Héraðsmót í frjálum.

HÉRAÐSMÓT HSS Í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM.

2013

 

         Héraðsmót HSS verður haldið á Sævangsvelli laugardaginn 13. júlí n.k., hefst mótið kl: 13:00.   Keppendur mæti  stundvíslega.  Keppendur skrá sig hjá forsvarsmönnum síns félags sem þeir verða að skila í s.l. á föstudagskvöld kl.  22  inná mótaforrit FRÍ.  Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang vp@internet.is

         Við kvetjum sem flesta til að mæta og vera með, og endilega takið sólina og góða skapið með.

 

                                                                  Stjórnin.

02.07.2013 15:48

Skólahreysti-tæki vígð

Nú á fimmtudaginn verða vígð Skólahreysti- tæki sem Geislinn hefur keypt fyrir grunnskólabörn á Hólmavík.

Vígslan fer fram nú á fimmtudaginn, milli klukkan 11 og 12 í Íþróttamiðstöðinni. Þar verður hægt að æfa sig í hreystigreipi, upphífingum, armbeygjum og dýfingum auk þess að spreyta sig á þrautabraut. Tímataka og talningar verða í boði fyrir þá sem það vilja.

Að þessu loknu, nánar tiltekið klukkan 12:30, verður keppni í Vestfjarðarvíkingnum í Sundlauginni.

Allir velkomnir!


01.07.2013 21:56

Kvöldmót UDN í frjálsum.

   Ég vil láta ykkur vita að það er kvöldmót hjá okkur í Búðardal 2. júlí og 30. júlí. Strandamönnum er velkomið að taka þátt með okkur. En engin verðlaun eru veitt á mótinu.  En gaman væri að fá þátttakendur frá ykkur á mótin, en þau eru að byrja um kl 18:30.

    Rebekka Eiríksdóttir,    UDN.

 

Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25