01.03.2012 13:44
Héraðsmót í badminton laugardaginn 10. mars
29.02.2012 00:04
Rósi og Sigga með frábæran árangur í HálfVasa
Strandamenn voru áfram í eldlínunni í Svíþjóð í dag, en þar fór fram hálf Vasa-ganga, 45 km. að lengd. Þau Rósmundur Númason og Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir tóku þátt í göngunni og stóðu sig afskaplega vel. Sigríður var að ganga meira en 20 km. í fyrsta skipti og lauk keppni á 4 klukkutímum, 1 mínútu og 5 sekúndum.
28.02.2012 15:00
Umg. Geislinn gerir samning við Strandabyggð
28.02.2012 09:29
Frábær árangur Strandamanna í UngdomsVasan
17.02.2012 08:48
Skíðafélagið gerir samning við Strandabyggð
06.02.2012 10:27
Héraðsmót í skíðagöngu tókst vel
06.02.2012 09:21
Strandamenn gera það gott á Ísafirði
03.02.2012 19:23
Héraðsmót í skíðagöngu næsta sunnudag
HSS heldur héraðsmót í skíðagöngu sunnudaginn 5. febrúar í Selárdal og hefst mótið kl. 14. Keppt verður í göngu þar sem fyrst er genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð, skipt um skíði og annar hringur genginn með frjálsri aðferð. Ekki er skylda að skipta um skíði, heldur má ganga á þeim sömu alla leið. Keppt er í öllum flokkum og vegalengdir eru þær sömu og í skíðafélagsmótum en sem dæmi ganga karlar 17 ára og eldri 5+5 km og konur 2,5+2,5 km. Verðlaun verða veitt að göngu lokinni. Mótið er öllum opið.
ATH. Fréttin hefur verið uppfærð frá því hún birtist fyrst.
03.02.2012 15:10
Félagsmót í skíðagöngu hjá SFS
03.02.2012 08:31
Lífshlaupið komið í gang
27.01.2012 08:40
Hadda keppti á Reykjavík International Games
Íþróttamaður síðasta árs hjá HSS, Hadda Borg Björnsdóttir, keppti fyrir HSS á Reykjavík International Games þann 21. janúar síðastliðinn. Hadda keppti að vanda í hástökki, en mótið var mjög sterkt og keppnin hörð.
Hadda náði ágætum árangri á mótinu, en hún stökk yfir 1,50 og hafnaði í fimmta sæti.
27.01.2012 08:22
Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð 1. feb
Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má nálgast með því að smella hér.