30.12.2007 23:09

Íþróttamaður ársins

Föstudaginn 28. desember síðastliðnn útnefndi Félag lögreglumanna á Hólmavík Guðjón Þórólfsson íþróttamann ársins 2007. Er Guðjón vel að titlinum kominn, hann varð til að mynda Íslandsmeistari í hástökki drengja 13-14 ára bæði innan og utanhúss, annar á Unglingalandsmótinu á Höfn ásamt því að vera mikill máttarstólpi í liði Geislans í körfubolta og fótbolta. Einnig er hann yngri börnum á svæðinu mikil hvatning og er mjög góður félagi allra bæði þeirra yngstu sem þeirra elstu. Vill stjórn HSS óska Guðjóni innilega til hamingju með titilinn, þú ert vel að honum kominn.

28.12.2007 22:01

Gleðilegt ár

HSS óskar öllum velunnurum sínum nær og fjær gleðilegs árs með þökk fyrir samstarfið á undanförnum árum.

28.12.2007 01:12

Myndir

Eins og sjá má eru farnar að koma inn myndir á síðuna og er það Ingimundur Pálsson sem hefur verið svo elskulegur að setja þær inn fyrir okkur. Vonandi munu fleiri bæta inn myndum fyrir okkur, þar sem að félagið hefur ekki neina myndavél til umráða. En það rætist nú vonandi úr því með tímanum. Þeir sem luma á flottum myndum endilega hafið samband við Ásu og látið vita.

28.12.2007 01:09

Skrifstofa

HSS hefur fengið til afnota húsnæði til að hafa skrifstofuaðstöðu. Hefur það verið ósk stjórnarmanna HSS lengi að komast í húsnæði og hefur Strandabyggð sýnt okkur þann velvilja að lána okkur aðstöðu í Félagsheimilinu á Hólmavík til þeirra hluta. Nú er verið að koma sér fyrir. Enginn formlegur opnunartími hefur verið ákveðinn en honum verður vonandi komið á með hækkandi sól.

28.12.2007 01:06

Unglingalandsmót og Vestfjarðamót

HSS hefur sent inn umsókn til UMFÍ um að halda Unglingalandsmót á Hólmavík árið 2010. Einnig hefur verið ákveðið að endurvekja Vestfjarða mót í frjálsum og verður fyrsta mótið haldið sumarið 2008. Að öllum líkindum verður það haldið af HSS og þá á Sævangi í júlí.  Verður sá háttur hafður á að mótið færi á milli þeirra héraðssambanda sem taka þátt. Vonandi munu öll Héraðssambönd á Vestfjörðum sjá sér fært að senda keppendur.

21.10.2007 22:17

Sambandsþing UMFÍ

Tveir fulltrúar frá HSS sátu Sambandsþing UMFÍ helgina 20-21. október. Þingið var haldið á sama stað og UMFÍ voru stofnuð á fyrir 100 árum, þ.e. á Þingvöllum.
Nú er að hefjast undirbúningsvinna hjá stjórn fyrir komandi vertíð næsta sumars. Ef einhver hefur tillögur að því sem betur mætti fara þá endilega hafið samband við einhvern ú stjórninni. Við erum að störfum fyrir ykkur.

17.09.2007 20:22

Æfingar hafnar

Þá eru vetraræfingar hafnar hjá Geislanum.  Ný íþróttatafla verður gefin út og dreift á morgun.  Þeir sem ekki fá töflu en vilja fá geta nálgast hana í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík eftir morgundaginn.  Munið svo að skila miðunum sem staðfesta þátttöku barnanna ykkar.    Þjálfarar í vetur verða Þorvaldur Hermannsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Jóhanna Ása Einarsdóttir. 

15.09.2007 19:17

Komið í gang aftur

Jæja þá er búið að opna síðuna okkar aftur.  Ég vil taka það fram að ef aðildarfélög vilja koma upplýsingum á framfæri er hægt að senda mér póst og ég set hann inn á síðuna tölvupóstfangið mitt er stebbij@snerpa.is.
Sumarið er búið og var ótalmargt gert einhver úrslit eiga eftir að koma, en Kolbeinn er að klára fréttabréf.  En stjórn HSS vill koma á framfæri þökkum til Kolbeins fyrir gott samstarf og óeigingjarnt starf. 

17.08.2007 14:23

Seinni umferð Bikarkeppni í fótbolta

Seinni umferð bikarkeppni karla í fótbolta hefur verið frestað til 25. ágúst næstkomandi.  Eins og fyrri ár verður hún haldin á Dramgsnesi.   Ef keppendur vilja nánari upplýsingar geta þeir haft samband við Kolbein í síma 6923334.

10.08.2007 20:29

Sundmót HSS fært til Hólmavíkur

Athugið athugið sundmót HSS verður haldið á Hólmavík, laugardaginn 11. ágúst.  Var það áður auglýst í Gvendarlaug á Laugarhól.

08.08.2007 00:29

Sundmót HSS

Sundmót HSS verður haldið í Gvendarlaug í Bjarnarfirði laugardaginn 11. ágúst 2007.  Skráning á mótið stendur yfir og ættu allir áhugasamir að hafa samband við forsvarsmann síns félags fyrir fimmtudagskvöld. 
Forsvarsmennirnir eru:  Leifur heppni: Bjarnheiður Fossdal; Grettir/Neisti: Aðalbjörg Óskarsdóttir;  Geislinn: Jóhanna Ása Einarsdóttir; Hvöt: Ragnar Bragason; Harpa: Ólafur Skúli Björgvinsson.

08.08.2007 00:26

Að loknu Unglingalandsmóti

Nú er 10 Unglingalandsmóti UMFÍ lokið og tókst það í alla staði mjög vel..  Krakkarnir okkar stóðu sig eins og hetjur og voru til fyrirmyndar bæði innan vallar og utan.  Nánari fréttir af úrslitum verða sett inn síðar.  Einnig var rosalega gaman að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta með börnum sínum, þrátt fyrir langa vegalengd.  Æðislegt hjá ykkur. 

29.07.2007 17:59

USVH heimsókn lokið

Nú er heimsókn USVH til okkar lokið og gengu æfingarnar vel fyrir sig. Reyndar slasaðist einn lítilsháttar en verður vonandi búinn að ná sér á næstu helgi.  Eins og alltaf getum við verið stolt af framkomu barnanna okkar.  Og viljum við þakka starfsmönnum Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur kærlega fyrir móttökurnar.

28.07.2007 16:52

USVH í heimsókn

Á morgun koma krakkar frá USVH í heimsókn til okkar.  Ætlunin er að hrista saman liðin fyrir Unglingalandsmót.  Mæting er á Grundunum klukkan 13 og þar verður tekin fótboltaæfing.  Síðan verður farið í íþróttahúsið og farið í körfubolta.  Eftir stífar æfingar fara allir í sund og slappa af.  Áður en þau fara heim er síðan grillað og borðað saman.  Allir sem ætla á Unglingalandsmót að keppa eru hvattir til að mæta og æfa.

26.07.2007 17:17

Skráningum á Unglingalandsmót lokið

Nú er ljóst að við förum með 30 keppendur á Höfn eftir eina viku.  Er það fín þátttaka og er gaman að sjá hvað foreldrar eru duglegir að fara með börnin sín þrátt fyrir vegalengdir.  Nú er í fyrsta sinn keppt í mótorcrossi og mun HSS eiga tvo keppendur í því.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25