Færslur: 2007 Desember

30.12.2007 23:09

Íþróttamaður ársins

Föstudaginn 28. desember síðastliðnn útnefndi Félag lögreglumanna á Hólmavík Guðjón Þórólfsson íþróttamann ársins 2007. Er Guðjón vel að titlinum kominn, hann varð til að mynda Íslandsmeistari í hástökki drengja 13-14 ára bæði innan og utanhúss, annar á Unglingalandsmótinu á Höfn ásamt því að vera mikill máttarstólpi í liði Geislans í körfubolta og fótbolta. Einnig er hann yngri börnum á svæðinu mikil hvatning og er mjög góður félagi allra bæði þeirra yngstu sem þeirra elstu. Vill stjórn HSS óska Guðjóni innilega til hamingju með titilinn, þú ert vel að honum kominn.

28.12.2007 22:01

Gleðilegt ár

HSS óskar öllum velunnurum sínum nær og fjær gleðilegs árs með þökk fyrir samstarfið á undanförnum árum.

28.12.2007 01:12

Myndir

Eins og sjá má eru farnar að koma inn myndir á síðuna og er það Ingimundur Pálsson sem hefur verið svo elskulegur að setja þær inn fyrir okkur. Vonandi munu fleiri bæta inn myndum fyrir okkur, þar sem að félagið hefur ekki neina myndavél til umráða. En það rætist nú vonandi úr því með tímanum. Þeir sem luma á flottum myndum endilega hafið samband við Ásu og látið vita.

28.12.2007 01:09

Skrifstofa

HSS hefur fengið til afnota húsnæði til að hafa skrifstofuaðstöðu. Hefur það verið ósk stjórnarmanna HSS lengi að komast í húsnæði og hefur Strandabyggð sýnt okkur þann velvilja að lána okkur aðstöðu í Félagsheimilinu á Hólmavík til þeirra hluta. Nú er verið að koma sér fyrir. Enginn formlegur opnunartími hefur verið ákveðinn en honum verður vonandi komið á með hækkandi sól.

28.12.2007 01:06

Unglingalandsmót og Vestfjarðamót

HSS hefur sent inn umsókn til UMFÍ um að halda Unglingalandsmót á Hólmavík árið 2010. Einnig hefur verið ákveðið að endurvekja Vestfjarða mót í frjálsum og verður fyrsta mótið haldið sumarið 2008. Að öllum líkindum verður það haldið af HSS og þá á Sævangi í júlí.  Verður sá háttur hafður á að mótið færi á milli þeirra héraðssambanda sem taka þátt. Vonandi munu öll Héraðssambönd á Vestfjörðum sjá sér fært að senda keppendur.
  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25