Færslur: 2012 Janúar

27.01.2012 08:40

Hadda keppti á Reykjavík International Games

Íþróttamaður síðasta árs hjá HSS, Hadda Borg Björnsdóttir, keppti fyrir HSS á Reykjavík International Games þann 21. janúar síðastliðinn. Hadda keppti að vanda í hástökki, en mótið var mjög sterkt og keppnin hörð.

Hadda náði ágætum árangri á mótinu, en hún stökk yfir 1,50 og hafnaði í fimmta sæti.

 

27.01.2012 08:22

Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð 1. feb

Frestur til að leggja inn umsókn í Æskulýðssjóð Menntamálaráðuneytisins rennur út þann 1. febrúar nk. Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir er lögð áhersla á verkefni er miða að mannréttindafræðslu og lýðræðislegri þátttöku ungmenna í samfélaginu og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má nálgast með því að smella hér.

02.01.2012 13:40

Strandamenn í sjónvarpinu

Eins og margir muna fór Landsmót 50 ára og eldri fram í fyrsta skipti á Hvammstanga síðasta vor. Strandamenn fjölmenntu á viðburðinn og náðu fínum árangri eins og sjá má með því að smella hér.

Á nýársdag var sýnd í Ríkissjónvarpinu skemmtileg heimildamynd um mótið og stemmninguna sem þar ríkti. Hægt er að horfa á myndina með því að smella hér, en í myndinni bregður að sjálfsögðu fyrir nokkrum kunnuglegum andlitum af Ströndunum og víðar.Landsmótið þótti takast afar vel, en keppendur voru á þriðja hundrað.

Landsmót 50 ára og eldri verður haldið í Mosfellsbæ helgina 8.-10. júní sumarið 2012.
  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 181915
Samtals gestir: 21670
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:07:25